top of page

Lofgjörð og bæn

mið., 10. apr.

|

Reykjavík

Komum saman í einingu andans og lofum Guð föður.

Lofgjörð og bæn
Lofgjörð og bæn

Time & Location

10. apr. 2024, GMT – 20:00 – 11. apr. 2024, GMT – 21:10

Reykjavík, Sporhamrar 3, 112 Reykjavík, Ísland

About the event

Hver ætti að lofa Drottin og hvernig? 

    Biblían segir: Sl 150:1-6 

    Halelúja. Lofið Guð í helgidómi hans, lofið hann í voldugri festingu hans! Lofið hann fyrir máttarverk hans, lofið hann eftir mikilleik hátignar hans! Lofið hann með lúðurhljómi, lofið hann með hörpu og gígju! Lofið hann með bumbum og gleðidansi, lofið hann með strengleik og hjarðpípum! Lofið hann með hljómandi skálabumbum, lofið hann með hvellum skálabumbum!Allt sem andardrátt hefir lofi Drottin! Halelúja!

Lofgjörð er andleg fórn.

   Biblían segir: Heb 13:15  

   Fyrir hann skulum vér því án afláts bera fram lofgjörðarfórn fyrir Guð, ávöxt vara, er játa nafn hans.

Lofgjörð er að þakka Guði fyrir allar gjafir hans. 

   Biblían segir: Sl 103:2  

   Lofa þú Drottin, sála mín, og gleym eigi neinum velgjörðum hans.“

Lofum Guð fyrir fyrirgefningu og bænasvör. 

   Biblían segir: Sl 65:2-4  

   Þér ber lofsöngur, Guð, á Síon, og við þig séu heitin efnd. Þú sem heyrir bænir, til þín kemur allt hold. Margvíslegar misgjörðir urðu mér yfirsterkari, en þú fyrirgafst afbrot vor.

Öll sköpunin er eins og hljómkviða, lofandi Drottin fyrir tilveru hans og gjörðir. 

   Biblían segir: Sl 148:1-14 

   Halelúja. Lofið Drottin af himnum, lofið hann á hæðum. Lofið hann, allir englar hans, lofið hann, allir herskarar hans. Lofið hann, sól og tungl, lofið hann, allar lýsandi stjörnur. Lofið hann, himnar himnanna og vötnin, sem eru yfir himninum. Þau skulu lofa nafn Drottins, því að hans boði voru þau sköpuð. Og hann fékk þeim stað um aldur og ævi, hann gaf þeim lög, sem þau mega eigi brjóta. Lofið Drottin af jörðu, þér sjóskrímsl og allir hafstraumar, eldur og hagl, snjór og reykur, stormbylurinn, sem framkvæmir orð hans, fjöllin og allar hæðir, ávaxtartrén og öll sedrustrén, villidýrin og allur fénaður, skriðkvikindin og fleygir fuglar, konungar jarðarinnar og allar þjóðir, höfðingjar og allir dómendur jarðar, bæði yngismenn og yngismeyjar, öldungar og ungir sveinar! Þau skulu lofa nafn Drottins, því að hans nafn eitt er hátt upp hafið, tign hans er yfir jörð og himni. Hann lyftir upp horni fyrir lýð sinn, lofsöngur hljómi hjá öllum dýrkendum hans, hjá sonum Ísraels, þjóðinni, sem er nálæg honum. Halelúja.“

Við lofum Drottin fyrir mátt hans.

   Biblan segir: Sl 21:14 

   Hef þig, Drottinn, í veldi þínu! Vér viljum syngja og kveða um máttarverk þín!

Það hæfir vel að lofa Drottin með tónlist. 

   Biblían segir: Sl 33:1-4 

   Gleðjist, þér réttlátir, yfir Drottni! Hreinlyndum hæfir lofsöngur. Lofið Drottin með gígjum, leikið fyrir honum á tístrengjaða hörpu. Syngið honum nýjan söng, knýið strengina ákaft með fagnaðarópi. Því að orð Drottins er áreiðanlegt, og öll verk hans eru í trúfesti gjörð.

Lofum Drottin þótt illa gangi. 

   Biblían segir: Sl 34:2-4 

   Ég vil vegsama Drottin alla tíma, ætíð sé lof hans mér í munni. Sál mín hrósar sér af Drottni, hinir hógværu skulu heyra það og fagna. Miklið Drottin ásamt mér, tignum í sameiningu nafn hans.

Lofum Drottin daglega. 

   Biblían segir: Sl 61:9 

   Þá vil ég lofsyngja nafni þínu um aldur, og efna heit mín dag frá degi.

Lofum hann fyrir að breyta sorg í gleði. 

   Biblían segir: Sl 30:12-13 

   Þú breyttir grát mínum í gleðidans, leystir af mér hærusekkinn og gyrtir mig fögnuði.að sál mín megi lofsyngja þér og eigi þagna. Drottinn, Guð minn, ég vil þakka þér að eilífu.

Lofum Guð fyrir gæsku hans. 

   Biblían segir: Sl 107:8-9 

   Þeir skulu þakka Drottni miskunn hans og dásemdarverk hans við mannanna börn, því að hann mettaði magnþrota sál og fyllti hungraða sál gæðum.

Share this event

bottom of page